Þá er maður loksins kominn í bloggheima !

 Ég hef lengi haft löngun til að skrifa greinar í blöð eða koma skoðunum mínum á framfæri opinberlega en aldrei haft mig í það, mestmegnis vegna vankunnáttu á tölvur, sem sagt haldinn tölvufælni! Nú verður ekki aftur snúið og er þá vonandi að ég sinni þessari löngun eitthvað um ókomna tíð.

 Undanfarna mánuði hefur mér ofboðið hvernig Íslensk stjórnvöld ( stjórn og stjórnarandstaða ) hafa hagað sér, GERT hlutina út af því að þau ÆTLA að gera þá án tillits til þess hvort samfélagið yfir höfuð kærir sig um það eða að þjóðfélagið hafi fjárhagslega burði til þess. Ef þessir aðilar taka einhverja ákveðna stefnu í ákveðnum málum þá skiptir það þau engu máli þó sauðsvartur almúginn svelti heilu hungri bara ef þau fá sínu framgengt, svo leyfir þetta sama fólk sér að koma fram í fjölmiðlum og tjá sig með miklum mæðusvip að ekki sé hægt að sinna þjóðþrifamálum vegna þess að ekki séu til peningar til þess !

 Það er af nógu að taka í þessum málum og ætla ég mér að tína hér inn nokkuð mörg dæmi með tímanum, ég er bara þannig sjálfur að ég nenni ekki að lesa blogg eða blaðagreinar séu það einhverjar langlokur þannig að ég ætla að reyna að hafa hverja færslu frekar stutta og skorinorða. Nóg í bili !!!!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vertu velkominn Kristján.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.6.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband