Færsluflokkur: Bloggar

Hver á himinhvolfið sem fuglinn flýgur í ?

Ef mér skjöplast ekki má enginn maður banna öðrum manni að ganga um Ísland ! Þannig að hverjum sem er er heimilt að ganga hvar sem hann vill og þess vegna skjóta fugla sem fljúga um loftin blá því að andrúmsloftið yfir jörðum landsins er EKKI í einkaeign !

Þess utan þá hlýtur það að vera skýlaus krafa á þá sem telja sig geta bannað veiðar á jörðum "sínum" , eða selt leyfi til veiða á þeim að þeir girði af ALLT sitt land og eignamerki girðingar með sirka 50 metra millibili þar sem sýnt er fram á, með sannanlegum hætti, eignarhald viðkomandi á þúfum og steinum og auglýsi þar bannaðar veiðar, að öðrum kosti veit veiðimaður ekki hvort hann gengur um land Jóns eða séra Jóns !

Ég vil óska öllum rjúpnaveiðimönnum góðrar veiði á komandi tímabili og minni á einkunnarorð Skotvíss um góðan veiðidag !


mbl.is Mótmæla sölu veiðileyfa í afrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurskurðarhnífurinn enn á lofti !

Hvar ætlar þetta eiginlega að enda ? Jóhanna hefur alltaf talið okkur trú um að hún beri hag lítilmagnans fyrir brjósti og barið sér á brjóst sem vinur þeirra sem minna mega sín. Hverjar eru efndirnar þegar hún er komin með öll völd í sínar hendur ? Jú, skera niður alla velferðina eins og hún leggur sig til að keyra í gegn sín hugðarefni , þ.e. inngöngu í ESB og breytingar á stjórnarskránni ! Bara niðurskurðurinn á Landspítalanum er talsvert minni í krónum talið en stjórnlagaþing / -ráð kostaði, þannig að ef  (ó-)stjórninni hefði ekki verið svona umhugað um orðalagsbreytingar í stjórnarskránni hefði ekkert þurft að skera niður á Landspítalanum og nokkrum öðrum heilbrigðisstofnunum núna !

Horfum á málin eins og þau eru : Heilbrigðisþjónustan nánast að detta uppfyrir vegna fjárskorts ! ; Lögreglan getur varla sinnt sínum störfum vegna fjárskorts ! ; Landhelgisgæslan þarf að leigja nánast allan sinn tækjabúnað suður í höf til að geta rekið sjálfa sig , það er ekki til peningur ! En það er hægt að kasta milljörðum í ESB-umsókn !!!!! Er ekki eitthvað bjagað í þessari mynd ?

Forkólfar ríkis(ó)stjórnarinnar koma svo látlaust fram í fjölmiðlum og afsaka getu- og viljaleysi til að koma þjóðfélaginu á réttan kjöl með því að ekki séu til peningar ! Einnig talar þetta fólk um forgangsröðun og aðhald í fjármálum. Forgangsröðunin hjá þeim : Leggja allt undir ESB-umsókn og stjórnlagaþing /-ráð , skítt með velferð þjóðarinnar !

Ég hafði lúmskt gaman að því þegar Össur greyið blés sig út meðal ráðamanna þjóða sem skipa Norðurskautsráðið og skrifaði undir samning um leit og björgun á norðurslóðum ; með hverju ætlar Össur að bjarga þegar þarf að leigja nánast öll björgunartæki úr landi til að LHG geti rekið sjálfa sig,  kannski gera eins og Ólína flokkssystir sín og kalla til sjálfboðaliðasamtök til verksins !

Vonandi verður breyting á forgangsröðun þessa fólks !!!!


mbl.is „Ruddaskapur“ fordæmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki eitthvað rangt við þessa mynd ????

Ég hélt í einfeldni minni að "strandveiðar" væru fyrst og fremst hugsaðar til að gefa nýjum aðilum, fólki sem vill sjá sér og sínum farborða í eigin rekstri, tækifæri á að koma sér upp útgerð, byggja upp fyrirtæki og skapa atvinnu í sinni heimabyggð. Alla vega hefur það fólk sem mest hefur rómað þessa "snilld" haldið því mest á lofti "að hleypa nýjum aðilum inn í greinina og auka atvinnu í sjávarbyggðum".

 Hver er þá skekkjan í þessari mynd ? Jú hún er sú að sumir smábátamenn sem stunda "strandveiðar" EIGA kvóta og mega gera hvað sem þá lystir við hann !!

Dæmið lítur þá svona út : Smábátaútgerðarmaður á kvóta, selur hann eða leigir til annars útgerðarmanns sem tekur lán fyrir leigunni/kaupunum, LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA með fulltingi sjávarútvegsnefndar hirðir kvótann af kaupandanum, afhendir strandveiðimanninum hann aftur sem veiðir kvótann sem hann var að leigja/selja frá sér og geymir milljónirnar í bankanum á góðum vöxtum en sá sem leigði/keypti situr heima, búinn að tapa hinum nýju aflaheimildum sínum en skuldar enn milljónirnar sem hann tók að láni fyrir kvótaleigunni/-kaupunum ! Hver er hinn eiginlegi "sægreifi"í þessu dæmi, sá sem situr heima með sárt ennið og skuldirnar eða sá sem situr á milljónunum og veiðir jafngóður kvótann sem hann var að leigja/selja frá sér

Þetta er ein af FRÁBÆRUM aðferðum sem fyrsta hreina vinstristjórnin á Íslandi ætlar að beita til að bjarga landi og þjóð frá endanlegri kollsteypu. Sem sagt setja sjávarútveginn í uppnám og útgerðina á hausinn með því að hirða af henni aflaheimildirnar sem hún er búin að kaupa á heiðarlegan og löglegan máta og endurúthluta til þeirra sem seldu og sitja glaðir á peningunum !!!!!!


mbl.is Geta nokkuð vel við unað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er maður loksins kominn í bloggheima !

 Ég hef lengi haft löngun til að skrifa greinar í blöð eða koma skoðunum mínum á framfæri opinberlega en aldrei haft mig í það, mestmegnis vegna vankunnáttu á tölvur, sem sagt haldinn tölvufælni! Nú verður ekki aftur snúið og er þá vonandi að ég sinni þessari löngun eitthvað um ókomna tíð.

 Undanfarna mánuði hefur mér ofboðið hvernig Íslensk stjórnvöld ( stjórn og stjórnarandstaða ) hafa hagað sér, GERT hlutina út af því að þau ÆTLA að gera þá án tillits til þess hvort samfélagið yfir höfuð kærir sig um það eða að þjóðfélagið hafi fjárhagslega burði til þess. Ef þessir aðilar taka einhverja ákveðna stefnu í ákveðnum málum þá skiptir það þau engu máli þó sauðsvartur almúginn svelti heilu hungri bara ef þau fá sínu framgengt, svo leyfir þetta sama fólk sér að koma fram í fjölmiðlum og tjá sig með miklum mæðusvip að ekki sé hægt að sinna þjóðþrifamálum vegna þess að ekki séu til peningar til þess !

 Það er af nógu að taka í þessum málum og ætla ég mér að tína hér inn nokkuð mörg dæmi með tímanum, ég er bara þannig sjálfur að ég nenni ekki að lesa blogg eða blaðagreinar séu það einhverjar langlokur þannig að ég ætla að reyna að hafa hverja færslu frekar stutta og skorinorða. Nóg í bili !!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband