Hver á himinhvolfið sem fuglinn flýgur í ?

Ef mér skjöplast ekki má enginn maður banna öðrum manni að ganga um Ísland ! Þannig að hverjum sem er er heimilt að ganga hvar sem hann vill og þess vegna skjóta fugla sem fljúga um loftin blá því að andrúmsloftið yfir jörðum landsins er EKKI í einkaeign !

Þess utan þá hlýtur það að vera skýlaus krafa á þá sem telja sig geta bannað veiðar á jörðum "sínum" , eða selt leyfi til veiða á þeim að þeir girði af ALLT sitt land og eignamerki girðingar með sirka 50 metra millibili þar sem sýnt er fram á, með sannanlegum hætti, eignarhald viðkomandi á þúfum og steinum og auglýsi þar bannaðar veiðar, að öðrum kosti veit veiðimaður ekki hvort hann gengur um land Jóns eða séra Jóns !

Ég vil óska öllum rjúpnaveiðimönnum góðrar veiði á komandi tímabili og minni á einkunnarorð Skotvíss um góðan veiðidag !


mbl.is Mótmæla sölu veiðileyfa í afrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband