Hvar ætlar þetta eiginlega að enda ? Jóhanna hefur alltaf talið okkur trú um að hún beri hag lítilmagnans fyrir brjósti og barið sér á brjóst sem vinur þeirra sem minna mega sín. Hverjar eru efndirnar þegar hún er komin með öll völd í sínar hendur ? Jú, skera niður alla velferðina eins og hún leggur sig til að keyra í gegn sín hugðarefni , þ.e. inngöngu í ESB og breytingar á stjórnarskránni ! Bara niðurskurðurinn á Landspítalanum er talsvert minni í krónum talið en stjórnlagaþing / -ráð kostaði, þannig að ef (ó-)stjórninni hefði ekki verið svona umhugað um orðalagsbreytingar í stjórnarskránni hefði ekkert þurft að skera niður á Landspítalanum og nokkrum öðrum heilbrigðisstofnunum núna !
Horfum á málin eins og þau eru : Heilbrigðisþjónustan nánast að detta uppfyrir vegna fjárskorts ! ; Lögreglan getur varla sinnt sínum störfum vegna fjárskorts ! ; Landhelgisgæslan þarf að leigja nánast allan sinn tækjabúnað suður í höf til að geta rekið sjálfa sig , það er ekki til peningur ! En það er hægt að kasta milljörðum í ESB-umsókn !!!!! Er ekki eitthvað bjagað í þessari mynd ?
Forkólfar ríkis(ó)stjórnarinnar koma svo látlaust fram í fjölmiðlum og afsaka getu- og viljaleysi til að koma þjóðfélaginu á réttan kjöl með því að ekki séu til peningar ! Einnig talar þetta fólk um forgangsröðun og aðhald í fjármálum. Forgangsröðunin hjá þeim : Leggja allt undir ESB-umsókn og stjórnlagaþing /-ráð , skítt með velferð þjóðarinnar !
Ég hafði lúmskt gaman að því þegar Össur greyið blés sig út meðal ráðamanna þjóða sem skipa Norðurskautsráðið og skrifaði undir samning um leit og björgun á norðurslóðum ; með hverju ætlar Össur að bjarga þegar þarf að leigja nánast öll björgunartæki úr landi til að LHG geti rekið sjálfa sig, kannski gera eins og Ólína flokkssystir sín og kalla til sjálfboðaliðasamtök til verksins !
Vonandi verður breyting á forgangsröðun þessa fólks !!!!
Ruddaskapur fordæmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.