Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mér hefur alltaf þótt einkennilegt hvað "stjórnarmyndunin" eftir síðustu kosningar tók stuttan tíma miðað við hve mikið bar á milli Vg og Samf. fyrir kosningar m.v. yfirlýsingar forystumanna flokkanna. Þá blés Steingrímur sig út sem algeran andstæðing aðildarviðræðna að ESB: "Ekki hlusta á þetta ICESAFE-kjaftæði, AGS útí hafsauga og ESB aðild kemur ekki til greina !" Ekki orðrétt eftir honum haft en þetta var merkingin ótvíræð ! Ég vil meina að 70 - 90% atkvæða Vg í síðustu kosningum hafi fengist út á þessi "loforð", svo eitt klapp á kollinn frá Jóhönnu og loforð um embætti og leyfi til að sitja við hlið hennar eins og laminn hundur á blaðamannafundum þá eru allar yfirlýsingar og öll loforð gleymd og grafin !
Hverjar voru svo yfirlýsingarnar á stóra Vg fundinum á Akureyri nú um helgina: Krónuna áfram sem gjaldmiðil og ÓBREYTT YFIRLÝST ANDSTAÐA VIÐ INNGÖNGU Í ESB ! Til hvers að leggja þá velferðarkerfið endanlega í rúst fyrir aðildarviðræður ? Ég bara spyr !!!!!!!
Er einhver lifandi leið að treysta fólki sem gengur svona þvert á bak orða sinna, ég segi nei engan veginn, ekki síst með það að leiðarljósi að þau skuli leyfa sér að skera niður allar fjárveitingar til velferðar Íslendinga en þegar kemur að ESB umsókn þá eru til nægir peningar, þau koma í fjölmiðla, hvert á fætur öðru grátandi um að ekki séu til peningar til eins eða neins en ESB, það er allt annað mál !!!!
M.b.kv. Kristján
Sömdu fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.10.2011 | 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)